top of page
hafyoga.gif

Næstu námskeið

HAF Yoga (Jóga í vatni):

 

6 vikur
Boðaþingi 5-7 - kennt á mánudögum og miðvikudögum.

Kennari Bergþóra

Skráning bessyolafs@gmail.com.
 

6 vikur
Grensáslaug - kennt á þriðjudögum og fimmtudögum.

Kennari:Steinunn

Skráning: stakanna@gmail.com.

Vertu velkomin í ljúfa og slakandi tíma sem hafa notið aukinna vinsælda síðan við hófum kennslu fyrir 9 árum síðan. Þessi slakandi aðferð nefnist Holistic Aqua Flow eða HAF Yoga.

Nú kennum við í 4 sundlaugum að staðaldri, bjóðum 6 vikna námskeið í senn og erum  með kennaranám á Heilsustofnun í Hveragerði árið 2024/25 í áttunda sinn.


Við gerum aðlagaðar jógaæfingar að vatni, slökum á í flotbúnaði og hugleiðum í heitum potti í lok tímans. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu.

Í H.A.F. Yoga vinnum við með yoga (þmt. teygjur, flæðisæfingar, stöður, hugleiðslur og öndun), vatn og hljóð til slökunar á sérstakan hátt.


Engin fyrri reynsla nauðsynleg.

Lestu meira hér til hægri um kennarana.


Allar hafa þær ástundað 200 stunda jóganám í vatni undir handleiðslu Arnbjargar Kristínar Konráðsdóttir ásamt meðkennurum og lært saman jóga í vatni á Heilsustofnun í Hveragerði sl árin.

Við tökum innilega vel á móti ykkur.

Arnbjorg_Omur_Profile.jpg
Screen Shot 2018-08-23 at 10.11.21.png

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Akureyri

Skráning: hafyoga@gmail.com.

Jógakennari, stofnandi og kennaraþjálfari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni.

"Ég hef ástundað jóga nær daglega í 14 ár en hóf mitt fyrsta jógakennaranám fyrir 13 árum síðan. Jóga, vatn og hljóðheilun er fullkomin streitulosun og endurnærir líkama, huga og sál á umvefjandi hátt í mínu hjarta. Það er djúp og einlæg ánægja að deila H.A.F. Yoga með hópum á námskeiðum og í almenningslaugunum sl 11 ár hérlendis og erlendis.

Bergþóra Ólafsdóttir

Boðaþing

Skráning: bessyolafs@gmail.com / 694-9985.

Viðurkenndur kennari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni.

"Ég var full af streitu og stoðvirkjum þegar ég hóf námið, þrátt fyrir allskonar líkamsrækt. Vatnið, núvitundin mjúkar teygjur hugleiðsla og flotið er frábær leið til að heila líkama og sál, sem mig langa að miðla til allra."

Steinunn Anna Kjartansdóttir

Grensáslaug

Skráning: stakanna@gmail.com / 869-2507

Viðurkenndur kennari í H.A.F Yoga / Jóga í vatni. Steinunn Anna er menntaður íþrótta og tómstundafræðingur ásamt því að hafa verið hóptímakennari í líkamsræktargeiranum í mörg ár.

Hún elskar jóga og vatn og hlakka til að vera með ykkur í vetur. Steinunn á GONG að auki núna og kemur af og til með það í tíma.

bottom of page